Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson hefur síðustu daga verið til reynslu hjá danska félaginu FCK og æft með U17 liði þeirra.
Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum ÍA og er sagt frá því að þetta sé í þriðja skiptið sem Daníel fer til félagsins á reynslu.
Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum ÍA og er sagt frá því að þetta sé í þriðja skiptið sem Daníel fer til félagsins á reynslu.
Hjá félaginu er eldri bróðir Daníels, Ísak Bergmann, og annar Skagamaður því Hákon Arnar Haraldsson er einnig leikmaður dönsku meistaranna.
Daníel verður sextán ára seinna í mánuðinum og spilaði hann sinn fyrsta leik með aðalliði ÍA síðasta sumar. „Daníel er gríðarlega efnilegur leikmaður sem með dugnaði og elju getur náð langt í framtíðinni," segir í færslu ÍA.
Á síðasta ári lék hann sína fyrstu leiki með U17 landsliðinu og hefur í vetur komið við sögu í þremur leikjum með ÍA í Lengjubikarnum.
Athugasemdir