Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tobias Thomsen til Breiðabliks (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Danski framherjinn Tobias Thomsen er búinn að skrifa undir samning við Breiðablik og mun spila með liðinu á komandi leiktíð. Fótbolti.net greindi frá yfirvofandi félagaskiptum Danans fyrr í dag.

Íslendingar muna eflaust einhverjir eftir Thomsen en hann lék með KR og Val á árunum 2017-2020. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2018 og Íslandsmeistari með KR árið 2019. Alls á Tobias 63 leiki í efstu deild Íslandsmótsins og 18 mörk.

Tobias, sem er 32 ára, kemur til Íslandsmeistaranna frá portúgalska félaginu Torreense, þar sem hann hefur verið undanfarna mánuði. Þar á undan spilaði Tobias með Hvidovre í efstu deild Danmerkur.

Komnir
Tobias Thomsen frá Portúgal
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Anton Logi Lúðvíksson frá Haugesund
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)

Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari
Athugasemdir
banner
banner