Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 03. maí 2019 15:14
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikarinn: Kópavogsslagur - Grannaslagur í Reykjanesbæ
Gunnleifur og félagar mæta HK.
Gunnleifur og félagar mæta HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Tíu lið úr Pepsi-deildinni voru í pottinum en Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar féllu úr leik í 32-liða úrslitunum.

Tvö 2. deildarlið voru í pottinum. Vestri heimsækir Grindavík og Völsungur fær KR í heimsókn.

Keflavík mætir Njarðvík í grannaslag í Reykjanesbæ og þá verður Kópavogsslagur milli Breiðabliks og HK. Breiðablik leikur einmitt gegn HK í Pepsi Max-deildinni um helgina.

Hér má sjá dráttinn:

Víkingur R. - KA
Grindavík - Vestri
ÍBV - Fjölnir
FH - ÍA
Keflavík - Njarðvík
Þróttur R. - Fylkir
Völsungur - KR
Breiðablik - HK

16-liða úrslitin verða leikin 29. maí og 30. maí. Ekki er búið að raða leikjunum á leikdaga.
Athugasemdir
banner
banner
banner