
„Þetta var ekki okkar besta frammistaða en við tökum þessi þrjú stig þrátt fyrir að frammistaðan hafi ekki verið okkar besta" sagði Freyja Karín Þorvarðardóttir leikmaður Þróttar eftir 1-0 sigur á Tindastól í 4. umferð Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 0 Tindastóll
Freyja Karín skoraði eina mark leiksins þegar um 30 sekúndur voru liðnar af leiknum.
„Ég man ekki hvernig markið var, bara eitthvað klafs inni í teig og maður bara klárar það."
Freyja Karín hefur farið vel af stað í deildinni í sumar og skorað 4 mörk í fyrstu 4 umferðunum.
„Að sjálfsögðu, það er alltaf gott að geta skorað og komið sér á markareikningin, þannig að sjálfsögðu er maður ánægður."
Þróttur situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki, jafn mörg stig og Breiðablik og FH í sætunum fyrir ofan.
„Þetta er bara svona ákveðin drauma byrjun. Það er sterkt að byrja deildina vel og ná þessum stigum snemma í deildinni.
Viðtalið við Freyju Karín má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.