Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 03. júní 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Rojo gæti klárað tímabilið með Manchester United
Líkur eru á því að argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo klári tímabilið með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Rojo fór til Estudiantes á láni í janúar en meiðsli settu strik í reikninginn þar.

Enska úrvalsdeildin hefst aftur 17. júní eftir hlé vegna kórónaveirunnar og útlit er fyrir að Rojo snúi þá aftur í hópinn hjá United.

„Við þurfum að bíða en það er líklegt að Rojo fari. Það er skiljanlegt ef Manchester vilji ekki framlengja lánssamninginn," sagði Leandro Desabato þjálfari Estudiantes.

Rojo mun því auka breiddina í leikmannahópi Manchester United fyrir þétt leikjaálag næstu vikurnar.
Athugasemdir
banner