Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 03. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn meðal verðmætustu ungu sóknarmanna Evrópu
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður FC Kaupmannahafnar, er einn verðmætasti ungi sóknarmaður í Evrópu.

Þetta er samkvæmt svissneska tölfræðifyrirtækinu CIES.

Fyrirtækið var að birta lista yfir verðmætustu sóknarmenn Evrópu sem eru 21 árs og yngri og spila ekki í sjö sterkustu deildunum í Evrópu.

Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick, sem er að ganga í raðir Real Madrid, er efstur á listanum en hann er metinn á 91,6 milljón evra.

Í fimmta sæti listans er Orri Steinn en hann er metinn á 15,2 milljónir evra. FCK gæti því grætt vel á að selja hann fljótlega en Orri var í síðustu viku orðaður við ítalska félagið Atalanta.

Orri, sem er bara 19 ára gamall, hefur gert 15 mörk í öllum keppnum fyrir FCK á tímabilinu og staðið sig vel.


Athugasemdir
banner
banner