Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   fös 03. júlí 2020 22:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Pirringur í leiknum
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir góða byrjun í Lengudeildinni var Keflavík kippt niður á jörðina þegar liðið þurfti að sæta sig við 1-2 tap á heimavelli gegn Leikni R. á Nettóvellinum í kvöld. Það skal því engan undra að það var heldur brúnaþungur þjálfari Keflvíkinga Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem mætti í viðtal hjá fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst við fá alveg fullt af færum í þessum leik til að geta gert betur heldur en þetta en líka svekkjandi seinna markið þeirra sem kemur af mjög löngu færi og mér fannst við eiga gera betur á ýmsum sviðum í dag. Vorum aðeins off í dag fannst mér, kannski þreyta enda búið að vera mikið af leikjum en og við keyrt á svipuðu byrjunarliði.“

Í lið Keflavíkur vantaði nokkra sterka pósta í dag eins og til að mynda Frans Elvarsson og Magnús Þór Magnússon

„Já við lendum í því líka að Kian Williams sem átti að byrja hjá okkur var meiddur það vantar þessa þrjá lykilmenn hjá okkur en við verðum bara að sjá hvað þeir verða lengi að ná sér en það verður einhver tími allavegana.“

Keflavíkurliðið fékk þó nokkur gul spjöld í leiknum og virkaði heldur pirrað. Voru Keflvíkingar ósáttir með störf dómara leiksins.?

„Nei ég segi nú alltaf við liðið okkar að við eigum að fókusera á leikinn og láta dómarann eiga sig en það er rétt þá var dálítill pirringur í leiknum og það er eitt af því sem við getum lært af að gera betur þar.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner