Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 03. júlí 2020 22:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Pirringur í leiknum
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir góða byrjun í Lengudeildinni var Keflavík kippt niður á jörðina þegar liðið þurfti að sæta sig við 1-2 tap á heimavelli gegn Leikni R. á Nettóvellinum í kvöld. Það skal því engan undra að það var heldur brúnaþungur þjálfari Keflvíkinga Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem mætti í viðtal hjá fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst við fá alveg fullt af færum í þessum leik til að geta gert betur heldur en þetta en líka svekkjandi seinna markið þeirra sem kemur af mjög löngu færi og mér fannst við eiga gera betur á ýmsum sviðum í dag. Vorum aðeins off í dag fannst mér, kannski þreyta enda búið að vera mikið af leikjum en og við keyrt á svipuðu byrjunarliði.“

Í lið Keflavíkur vantaði nokkra sterka pósta í dag eins og til að mynda Frans Elvarsson og Magnús Þór Magnússon

„Já við lendum í því líka að Kian Williams sem átti að byrja hjá okkur var meiddur það vantar þessa þrjá lykilmenn hjá okkur en við verðum bara að sjá hvað þeir verða lengi að ná sér en það verður einhver tími allavegana.“

Keflavíkurliðið fékk þó nokkur gul spjöld í leiknum og virkaði heldur pirrað. Voru Keflvíkingar ósáttir með störf dómara leiksins.?

„Nei ég segi nú alltaf við liðið okkar að við eigum að fókusera á leikinn og láta dómarann eiga sig en það er rétt þá var dálítill pirringur í leiknum og það er eitt af því sem við getum lært af að gera betur þar.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner