Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 03. júlí 2024 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR breytir starfstitli Óskars Hrafns
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR var að gefa út tilkynningu þess efnis að búið sé að breyta starfstitli Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá félaginu. Er hann núna orðinn yfirmaður fótboltamála.

Tekur hann formlega til starfa þann 1. ágúst næstkomandi í því starfi.

Óskar var nýlega ráðinn í stöðu ráðgjafa knattspyrnudeildar KR.

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að fá Óskar til starfa. Óskar mun þannig hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi knattspyrnudeildar, hvort sem er yngri flokka eða meistaraflokka. Það er félaginu sérlega mikilvægt að fá jafn öflugan aðila til þess að leiða starfið," segir í tilkynningu KR-inga.

„Deildin stendur á ákveðnum tímamótum. Aðstaða deildarinnar mun þannig taka miklum breytingum á næstu misserum og stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum."

Óskar hefur náð frábærum árangri sem þjálfari á síðustu árum og hafa verið uppi sögur þess efnis að hann muni taka við sem þjálfari karlaliðs KR einn daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner