Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 08:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mun ráðningin á Óskari enda með því að hann taki við þjálfun KR?
Óskar Hrafn er kominn í starf bak við tjöldin hjá KR.
Óskar Hrafn er kominn í starf bak við tjöldin hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann segist ekki hafa áhuga á meistaraflokksþjálfun eins og staðan sé í dag.
Hann segist ekki hafa áhuga á meistaraflokksþjálfun eins og staðan sé í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Farið var yfir fótboltafréttir vikunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 og meðal annars um ráðningu KR á Óskari Hrafni Þorvaldssyni.

Óskar er ráðinn í starf við endurskipulagningu knattspyrnudeildar félagsins sem faglegur ráðgjafi. Í viðtali eftir ráðninguna sagðist Óskar ekki hafa áhuga á því að þjálfa meistaraflokk í dag.

Hvaða áhrif mun þessi ráðning hafa á Gregg Ryder þjálfara meistaraflokks karla?

„Gregg mun klárlega fá traust til að vinna eftir sinni hugmyndafræði en ég held að Óskar muni alveg skipta sér af og reyna að aðstoða hann við að koma henni heilsteyptari frá sér. Það hefur nefnilega ekki verið í gangi. Það hafa komið kaflar þar sem KR-ingar hafa verið virkilega flottir," segir Baldvin Borgarsson sérfræðingur þáttarins.

„Mér finnst þetta hljóma eins og þegar hann er tilbúinn, þegar félagið er tilbúð, þá taki hann við KR."

Heillaskref fyrir KR
„Það er auðveldasta 'teikið' í þessu öllu saman og margir hreinlega vissir um að þetta endi á því að Óskar taki á einhverjum tímapunkti við KR," segir Elvar Geir.

„Ég held að það gerist samt ekki fyrr en það er búið að leggja fyrir hann þennan grunn sem hann vill vinna á. Sem er til dæmis góður völlur allt árið, gervigrasvöllur. Hann muni fram að því koma að liðinu og fá inn leikmenn og búa til eitthvað fyrir sig fram að því," segir Baldvin

„Hann tekur utan um stefnumótin knattspyrnudeildarinnar og það mega allir leita til hans. Ég held að þetta sé heillaskref fyrir KR."

Í útvarpsþættinum er rætt um að þessi staða hljóti þó að vera óþægileg á einhvern hátt fyrir Gregg Ryder.

„Er kannski ekki bara fínt fyrir KR-inga að heyra að Gregg sé andandi í bréfpokann? Nú er pressan orðin tíu sinnum meiri því maðurinn sem þeir vildu fá upphaflega er allt í einu í húsinu," segir Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net.

Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Athugasemdir
banner
banner