Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 03. ágúst 2022 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea fundaði með Sesko í síðustu viku
Sesko er talinn vera með efnilegri sóknarmönnum Evrópu í dag. Hann á 13 landsleiki að baki fyrir Slóveníu og 41 fyrir Salzburg.
Sesko er talinn vera með efnilegri sóknarmönnum Evrópu í dag. Hann á 13 landsleiki að baki fyrir Slóveníu og 41 fyrir Salzburg.
Mynd: EPA

Slóvenski táningurinn Benjamin Sesko er gríðarlega eftirsóttur og eru þrjú félög í baráttu um að klófesta hann.


Manchester United hefur verið orðað við Sesko undanfarnar vikur en Chelsea er búið að blanda sér í baráttuna og fundaði með umboðsmanni leikmannsins í síðustu viku.

RB Salzburg er talið vilja rúmlega 40 milljónir evra fyrir Sesko sem er 19 ára gamall og er kominn með tvö mörk í þremur leikjum á tímabilinu eftir að hafa skorað 11 í 37 leikjum á síðustu leiktíð.

Þriðja félagið sem er í baráttunni um Sesko er talið vera Newcastle United.

Sesko fær sjálfur að taka ákvörðun um framtíðina og vonast stjórnendur og þjálfarar Salzburg til að hann verði áfram í Austurríki í eitt ár í viðbót. Sóknarmaðurinn efnilegi á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Fabrizio Romano greinir frá þessu.


Athugasemdir
banner