Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. ágúst 2022 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Jafnt hjá Brynjólfi en tap hjá Böðvari - Trelleborg í góðri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Trelleborg

Brynjólfur Darri Willumsson lék fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Kristiansund gegn Tromsö í fallbaráttu norsku deildarinnar.


Tromsö leiddi eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik en Kristiansund tók öll völdin eftir leikhléð. Kristiansund átti í miklum erfiðleikum með að koma boltanum í netið allt þar til í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. 

Kristiansund fékk því stig úr viðureigninni en er áfram á botni deildarinnar, með sex stig eftir sextán umferðir. Tromsö er með sautján stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Kristiansund 1 - 1 Tromsö
0-1 A. Mikkelsen ('18)
1-1 B. Bye ('94, víti)

Böðvar Böðvarsson lék þá allan leikinn er Trelleborg steinlá gegn toppliði Halmstad í sænsku B-deildinni.

Trelleborg var meira með boltann og fékk fleiri færi en gestirnir frá Halmstad tóku Bödda og félaga í kennslustund þegar kemur að færanýtingu og unnu leikinn með fjögurra marka mun.

Halmstad er með fjóra sigra í röð og sex stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Trelleborg situr í fimmta sæti, einu stigi frá umspilssæti um efstu deild þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað.

Trelleborg 0 - 4 Halmstad
0-1 A. Johansson ('8)
0-2 I. Jonsson ('67, sjálfsmark)
0-3 V. Dahlstrom ('76)
0-4 A. Johansson ('79)

Að lokum gerði Lommel SK, félag Kolbeins Þórðarsonar, jafntefli í æfingaleik við Dessel.

Dessel 2 - 2 Lommel SK


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner