Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. ágúst 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Koulibaly telur sig þurfa tvo til þrjá mánuði til að aðlagast
 Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly gekk í raðir Chelsea frá Napoli fyrir nokkrum vikum en hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Á fundinum sagðist hann þurfa sinn tíma til að geta sýnt sínar bestu hliðar.

„Ég veit að ég þarf minn tíma. Ég verð ekki leikmaðurinn sem allir vilja að ég sé strax í fyrsta leik. Þetta tekur tíma. Ég verð sá leikmaður eftir tvo eða þrjá mánuði," segir Koulibaly.

„Ég tek bara einn leik í einu og reyni að hjálpa liðinu. Ef stjórinn lætur mig byrja. Ég gef allt sem ég hef fyrir liðið og stuðningsmenn."

„Ég vonast til að vera hérna í langan tíma. Ég er 31 árs en ég tel mig eiga góð ár eftir. Félagið hefur trú á mér og ég vil sýna að þeir tóku góða ákvörðun með því að sækja mig. Ég mun gera mitt besta og vil hjálpa liðinu. Þetta er stórt félag með stóra leikmenn. Þeir eru sigurvegarar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner