Garth Crooks, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann stillir upp í leikkerfið 3-4-3.
Jordan Pickford (Everton) Varslan frá Adam Armstrong breytti leiknum. Eitthvað hefur gerst hjá Pickford eftir komu Frank Lampard. Hann hefur verið í frábæru formi og veitir varnarlínu sinni öryggi. Everton og Liverpool eru nú með jafnmörg stig.
Thiago Silva (Chelsea) Hann var heppinn að haldast inn á vellinum. Silva heldur sjó á meðan Koulibaly og Fofana eru að fóta sig. Frábær skalli á Aubameyang í jöfnunarmarkinu.
Conor Coady (Everton) Frábær varnarmaður sem hreyfir sig eins og framherji í vítateig andstæðinganna. Hann elskar að skora mörk og leitast eftir því að gera það.
Miguel Almiron (Newcastle) Þeir stuðningsmenn Newcastle sem ferðuðust í leikinn hljóta að hafa verið hoppandi kátir. Almiron er í frábæru formi og með hann og liðið í þessum gír þá gæti liðið endað í topp sex.
Leandro Trossard (Brighton) Það eru ekki margir leikmenn sem hafa skorað þrennu sem leikmaður gestaliðsins á Anfield. Trossard fékk högg á sig í seinni hálfleik sem eflaust margir hefðu farið af velli út af. Trossard ákvað að halda áfram og kláraði þrennuna.
Phil Foden (Man City) Hann var frábær gegn Liverpool á Anfield í fyrra og þá átti maður von á enn meira frá honum. Ári seinna er Foden kominn talsvert lengra og skoraði þrennu gegn Man Utd í gær.
Erling Haaland (Man City) Að skora eina þrennu á tímabili er merkilegt en að gera það í þremur heimaleikjum í röð hefur ekki gerst áður. Haaland er að spila fyrir lið sem býr til færi mjög auðveldlega. Ef Haaland helst heill þá getum við pakkað saman og farið heim.
Athugasemdir