Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 03. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sergio Ramos, 103 marka varnarmaður
Sergio Ramos var á skotskónum í kvöld þegar Real Madrid hafði betur gegn Inter í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Jota og Liverpool fóru á kostum

Ramos kom Real í 2-0 á 33. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Það er hans 100. mark fyrir Real Madrid. Hann er í heildina búinn að skora 103 mörk á ferli sínum en hann gekk í raðir Real Madrid frá Sevilla árið 2005.

Af þessum 100 mörkum hafa 55 þeirra komið með höfði hans.

„Þvílíkt afrek hjá Sergio Ramos. Án nokkurs vafa einn besti fótboltamaður sögunnar. Erfitt að hugsa um marga sem eru betri en hann í hans stöðu," skrifar Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, á Twitter.

Ramos, sem er 34 ára, er magnaður miðvörður og titlasafn hans er risastórt.


Athugasemdir
banner