Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, verður ekki með liðinu vegna meiðsla gegn Sparta Prag á útivelli í Meistaradeildinni á morgun.
Gyökeres þurfti að fara af velli í hálfleik í 2-0 sigri gegn Burnley um helgina en Mikel Arteta staðfesti að um vöðvameðsli væri að ræða.
                
                                    Gyökeres þurfti að fara af velli í hálfleik í 2-0 sigri gegn Burnley um helgina en Mikel Arteta staðfesti að um vöðvameðsli væri að ræða.
Hann greindi frá því að sænski framherjinn muni fara í frekari skoðun á næstu dögum.
„Ég er áhyggjufullur því hann hefur ekki oft verið að kljást við vöðvameiðsli. Hann þurfti að fara af velli því hann fann fyrir einhverju og það er aldrei gott, sérstaklega fyrir leikmann sem er með mikinn sprengikraft," sagði Arteta.
„Við erum að reyna átta okkur á meiðslunum og munum tilkynna alvarleika þeirra um leið og við vitum meira."
Gyökeres hefur skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum en hann hefur skorað sex mörk í 14 leikjum á tímabilinu í öllum keppnum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

