Aron Kristófer Lárusson er búinn að rifta samningi sínum við Þór og mun því ekki leika áfram með Þórsurum á næsta ári.
Aron var keyptur til Þórsara frá KR í sumarglugganum, skrifaði undir samning út tímabilið 2026, og lék sjö leiki með liðinu í Lengjudeildinni seinni hluta tímabilsins.
Hann er 26 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Þór en hefur einnig spilað með Völsungi, ÍA og KR á sínum ferli.
Aron var keyptur til Þórsara frá KR í sumarglugganum, skrifaði undir samning út tímabilið 2026, og lék sjö leiki með liðinu í Lengjudeildinni seinni hluta tímabilsins.
Hann er 26 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Þór en hefur einnig spilað með Völsungi, ÍA og KR á sínum ferli.
„Það er óljóst hvað tekur við, ég er með allt hérna í borginni og stefnan var ekki heim í bili. Þetta fór eins og það fór, það verður að bíða til betri tíma að ég spili aftur með Þór," segir Aron Kristófer við Fótbolta.net. Hann er í vinnu í borginni.
Hann æfði með FH í haust eftir að tímabilið í Lengjudeildinni lauk. „Ég er ekki að æfa með þeim eins og er, en maður veit aldrei hvað gerist."
Hvert leitar hugurinn, í Bestu deildina eða Lengjudeild?
„Ég ætla sjá hvað er í boði, meta allt sem kemur upp; stefnu klúbbs, hópinn og þjálfarann," segir Aron Kristófer.
Athugasemdir