Ruud van Nistelrooy, nýráðinn stjóri Leicester, viðurkennir að það hafi verið sárt að þurfa að fara frá Manchester United.
Hollendingurinn náði góðum árangri sem bráðabirgðastjóri Manchester United fyrr í þessum mánuði og í lok síðasta, en hann vann þrjá leiki og gerði eitt jafnefli áður en hann lét af störfum.
Hollendingurinn náði góðum árangri sem bráðabirgðastjóri Manchester United fyrr í þessum mánuði og í lok síðasta, en hann vann þrjá leiki og gerði eitt jafnefli áður en hann lét af störfum.
Van Nistelrooy var í þjálfarateymi Erik ten Hag en eftir að Rúben Amorim var ráðinn, þá var krafta hans ekki lengur óskað.
„Ég ætlaði að vera áfram og hjálpa United. Ég var mjög vonsvikinn og það var sárt að þurfa að fara," sagði Van Nistelrooy.
„En ég skildi alveg nýja stjórann. Ég hef verið svo lengi í fótbolta og ég hef áður stýrt liði. Ég skil hans ákvörðun."
Van Nistelrooy fær núna það verkefni að halda Leicester upp í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir