Stuttu eftir síðasta tímabil, þá reyndi Víkingur að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Val.
Víkingur lagði fram tilboð í Gylfa en því var hafnað. Gylfi skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar en leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Hann er 35 ára miðjumaður sem er samningsbundinn Val út næsta tímabil.
Víkingur lagði fram tilboð í Gylfa en því var hafnað. Gylfi skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar en leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Hann er 35 ára miðjumaður sem er samningsbundinn Val út næsta tímabil.
Gylfi var í viðtali við Fótbolta.net á dögunum og var þá spurður út í tilboð Víkinga.
„Þetta var ekki í mínum höndum. Það er þeirra að hafna eða samþykkja," sagði Gylfi.
„Það fór ekki neitt lengra. Þeir stjórna því bara."
Var enginn pirringur eða neitt svoleiðis?
„Nei, alls ekki," sagði Gylfi sem mun spila með Valsmönnum í sumar, nema eitthvað mikið breytist.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir