Katie Cousins, sem hefur verið ein besta fótboltakonan á Íslandi síðustu árin, mun ekki leika áfram með Val. Félagið reyndi að endursemja við hana en það tókst ekki.
Fótbolti.net hefur fengið þetta staðfest en Orri Rafn Sigurðarson sagði fyrst frá á samfélagsmiðlinum X.
Fótbolti.net hefur fengið þetta staðfest en Orri Rafn Sigurðarson sagði fyrst frá á samfélagsmiðlinum X.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þróttur, hennar gamla félag, mikinn áhuga á því að krækja í hana. Líklegt er að fleiri félög muni reyna að fá hana, bæði hér á landi og annars staðar.
Katie, sem er fædd árið 1996, kom fyrst hingað til lands 2021 og spilaði með Þrótti. Hún hefur verið valin í lið ársins í Bestu deildinni öll tímabilin sem hún hefur spilað hér á landi.
Valur endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð en félagið hefur verið að sækja yngri leikmenn í vetur.
Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025
Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG
Athugasemdir