Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 22:45
Elvar Geir Magnússon
Hákon verðlaunaður sem maður leiksins
Hákon fékk verðlaunagrip eftir leikinn.
Hákon fékk verðlaunagrip eftir leikinn.
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson fékk sérstakan verðlaunagrip frá UEFA fyrir að hafa verið maður leiksins í 1-1 jafntefli Lille gegn Dortmund á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hákon skoraði jöfnunarmark Lille í leiknum og fær mikið lof fyrir frammistöðu sína.

„Hann var öflugur sóknarlega allan leikinn, hættulegur í skyndisóknum og skoraði mark síns liðs. Þá hjálpaði hann liðinu mikið varnarlega," segir í umsögn um Hákon.

Franska blaðið L'Equipe segir Hákon hafa stigið upp þegar líða hafi farið á leikinn og hann hafi sært vörn þýska liðsins með hlaupum sínum. Hann hafi verið virkilega orkumikill og eigi hrós skilið.



Athugasemdir
banner
banner