Erlendur Eiríksson dómari dæmdi tvívegis víti í leik Breiðabliks og Víkings í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Jóhannes Karl Guðjónsson var sérfræðingur í setti hjá RÚV og telur að Erlendur hafi í bæði skiptin haft rétt fyrir sér.
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var dæmdur brotlegur í stöðunni 2-0 fyrir Blika. Anton var reiður út í Erlend þegar hann benti á punktinn og fékk gult fyrir mótmæli.
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var dæmdur brotlegur í stöðunni 2-0 fyrir Blika. Anton var reiður út í Erlend þegar hann benti á punktinn og fékk gult fyrir mótmæli.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
„Fyrir mér var þetta klárt víti, Anton kemur ekkert við boltann. Markvörðurinn er bara í einskis manns landi að reyna að kýla boltann og straujar í raun Danijel Djuric," segir Jói Kalli.
Víkingur minnkaði muninn úr vítinu en Breiðablik fékk svo vítaspyrnu hinumegin þegar Oliver Ekroth braut klaufalega á Patrik Johannesen.
„Þetta er klaufalegur varnarleikur. Ekroth missir Patrik framfyrir sig og gerir einhverja tilraun til að vinna boltann en á aldrei séns. Vel dæmt hjá dómara leiksins þarna. Bæði vítin klárlega rétt að mínu mati," segir Jóhannes Karl Guðjónsson.
Leikurinn endaði 3-2 fyrir Breiðablik en hér má sjá umrædda vítaspyrnudóma.
Anton Ari allt annað en sáttur við að fá þessa vítaspyrnu dæmda á sig. Er þetta víti? pic.twitter.com/s4BWTx7esT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Skammt stórra högga á milli á Kópavogsvelli. Nú er það Breiðablik sem fær víti, skömmu eftir að Víkingur minnkar muninn. pic.twitter.com/nMxoGX9b3K
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Athugasemdir