Breiðablik er komið í forystu gegn Víkingi R í Meistarar meistaranna á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson skoraði markið á 14. mínútu.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
Víkingar náðu ekki að hreinsa frá eftir snarpa sókn Blika og var það Ágúst Eðvald Hlynsson sem vann skallabolta við Karl Friðleif Gunnarsson.
Boltinn fór þaðan á Patrik Johanessen sem kom honum fyrir á Gísla og afgreiddi hann boltann snyrtilega í hægra hornið.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Fyrsta markið og ísinn er brotinn. Gísli Eyjólfsson kemur Íslandsmeisturunum yfir gegn bikarmeisturunum. Breiðablik 1 - Víkingur 0. pic.twitter.com/WCS94aKhj4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Athugasemdir