Mason Mount skoraði annað mark sitt fyrir Manchester United er hann kom liðinu í 1-0 forystu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Ruben Amorim gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Brentford og var Mount ein af þeim breytingum.
Englendingurinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla frá því hann kom frá Chelsea fyrir tveimur árum og hafði aðeins skorað eitt mark fram að leiknum í dag.
Það mark kom einmitt líka gegn Brentford í 1-1 jafntefli á síðasta tímabili.
Hægt er að sjá markið sem hann skoraði í dag hér fyrir neðan, en Brentford er búð að snúa taflinu við og er staðan 2-1 fyrir Lundúnaliðinu þegar þetta er skrifað.
Sjáðu markið hjá Mount
Athugasemdir