Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 14:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Chelsea og Liverpool: Sex breytingar hjá Slot - Chiesa og Nunez áfram á bekknum
Arne Slot gerir nokkrar breytingar á Liverpool-liðinu
Arne Slot gerir nokkrar breytingar á Liverpool-liðinu
Mynd: EPA
Chelsea tekur á móti nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge klukkan 15:30 í dag.

Arne Slot getur nú loks leyft sér að skipta leikmönnum út og leyfa þeim sem hafa fengið færri mínútur að spila.

Hann gerir alls sex breytingar á liðinu en þeir Wataru Endo, Jarell Quansah, Kostas Tsimikas, Curtis Jones, Harvey Elliott og Diogo Jota koma allir inn.

Federico Chiesa og Darwin Nunez, sem hafa báðir þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á tímabilinu, eru áfram á bekknum.

Chelsea er með óbreytt lið frá 1-0 sigrinum á Everton í síðustu umferð.

Chelsea: Sánchez; Caicedo, Chalobah, Colwill, Cucurella; Lavia, Enzo Fernández; Madueke, Palmer, Pedro Neto; Jackson

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Quansah, Van Dijk, Tsimikas; Endo, Jones; Salah, Elliott, Gakpo; Diogo Jota
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner