Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   lau 04. júní 2022 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tíminn hjá FCK einkenndist af meiðslum - „Svona er fótboltinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net spjallaði við Andra Fannar Baldursson eftir 9-0 stórsigur u21 árs landsliðsins á Liechtenstein í gær.


Andri var á láni hjá FC Kaupmannahöfn frá Bologna á síðustu leiktíð en hann náði aðeins að spila sjö leiki fyrir félagið í dönsku deildinni og Sambandsdeildinni.

„Ég er að fara aftur til Bologna, ég var í miklu basli með meiðsli hjá FCK, ég var mikið að æfa og spila meiddur, ég ætlaði að koma mér í gegnum það þannig sem er ekki gott. Þegar ég var að koma til baka þá kikkuðu önnur meiðsli inn og ég náði aldrei að komast í ryðma og fann mig aldrei nógu vel," sagði Andri Fannar.

Hann var svekktur með tímann hjá FCK en er staðráðinn í að standa sig hjá Bologna.

„Þetta gekk ekki eins og ég hafði vonast eftir, svona er fótboltinn og það er bara áfram gakk. Nú fer ég aftur til Bologna og standa mig vel og sjáum til hvað gerist eftir það."


Andri Fannar: Reyndum að fara eftir okkar gildum
Athugasemdir
banner
banner