Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. júní 2023 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vildi sýna Blikum að þeir misstu stóran bita"
,,Allur völlurinn vissi að ég væri að fara skora"
Elskar stóru leikina.
Elskar stóru leikina.
Mynd: Fótbolti.net
Fagnaði markinu vel.
Fagnaði markinu vel.
Mynd: Fótbolti.net
Það kom Danijel Dejan Djuric aðeins á óvart að vera í byrjunarliði Víkings í leiknum gegn Breiðabliki á föstudagskvöldið. Gunnar Vatnhamar var fjarri góðu gamni og Arnar Gunnlaugsson sagði við mbl.is að það hefði verið frekar auðveld ákvörðun að velja Danijel í liðið þar sem hann kæmi alltaf vel upplagður í þessa leiki.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Ég var búinn að vera á bekknum í síðustu leikjum, einhvern veginn leið mér eins og ég myndi byrja og þegar ég sá það og í kjölfarið labbaði að vellinum fyrir leik þá vissi ég að ég myndi skora. Allur völlurinn vissi að ég væri að fara skora. Þetta var einhvern veginn skrifað í skýin, þegar ég labbaði inn á var ég í mjög góðum gír."

„Ég veit ekki hvort þér leið líka þannig? Ég vissi að ég myndi skora. Á móti Breiðabliki... þetta var dálítið skrifað í skýin,"
sagði Danijel sem skoraði fyrra mark Víkings í leiknum eftir fyrirgjöf frá Erlingi Agnarssyni.

Danijel lék með Breiðabliki í yngri flokkunum, var seldur til Midtjylland. Þegar hann sneri til baka til Íslands æfði hann með Breiðabliki en fékk ekki samning og Víkingur krækti í sóknarmanninn.

Sjá einnig:
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"

Hann fagnaði markinu með því að renna sér á hnjánum á grasinu og setti svo höndina við eyrað til ögra aðeins stuðningsmönnum Breiðabliks sem bauluðu á Danijel.

„Það er alltaf rígur, ég vildi bara sýna Blikum að þeir misstu stóran bita - eins og ég held að allir stuðningsmenn Blika vita. Þetta voru skilaboð."

„Ég elska stórleikina, stóru leikirnir eru fyrir mér ástæðan fyrir því að maður spilar fótbolta - með fullri virðingu fyrir hinum leikjunum. Það eru allir að horfa á stórleikina, það kveikir miklu meira í mér og fólk sér það. Það er miklu skemmtilegra, öll augu á mér og ég gat ekki annað en brosað þegar ég labbaði inn á."


Danijel er tvítugur og gekk í raðir Víkings um mitt síðasta tímabil. Hann var fenginn til félagsins þegar ljóst var að Kristall Máni Ingason væri á leið erlendis. Eftir heimkomu hefur hann leikið fimm sinnum við Breiðablik á Kópavogsvelli. Tvisvar sinnum hefur hann skorað og einu sinni lagt upp.

Danijel hefur komið við sögu í tíu af ellefu fyrstu deildarleikjum Víkings; byrjaði fyrstu fjóra leikina, byrjaði aftur gegn FH í 7. umferð en svo ekki aftur fyrr en gegn Blikum. Hann er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í deildinni.

„Ég get alveg sagt að ég var svekktur með sjálfan mig. Ég ætlast til mikils af sjálfum mér og ofhugsaði hlutina aðeins á tímapuntki. Arnar fann það og tók mig út; vildi kæla mig gegn Val og tveimur leikjum þar á undan. Hann er það góður að hann veit svona hluti. En ég er kominn í gang aftur, get lofað því," sagði Danijel.

Viðtalið við kappann má sjá hér að neðan og einnig er hægt að sjá markið sem hann skoraði.


Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Athugasemdir
banner
banner
banner