Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Aston Villa sektuð af UEFA
Rándýrt lið Chelsea vann Sambandsdeildina í ár.
Rándýrt lið Chelsea vann Sambandsdeildina í ár.
Mynd: EPA
Evrópska fótboltasambandið er búið að sekta Chelsea og Aston Villa vegna brota á fjármálareglum UEFA á síðustu árum.

Chelsea þarf að greiða 27 milljónir punda í sekt en sú upphæð gæti hækkað ef félagið stendur ekki við greiðslurnar.

Chelsea gæti þurft að borga allt að 52 milljónir punda til viðbótar í sektargreiðslur ef félagið stendur ekki við samkomulag sem gert var við UEFA.

Aston Villa þarf þá að greiða 9,5 milljónir í sekt og gæti 13 milljónir til viðbótar bæst við ef félagið stendur ekki við samkomulagið.

Chelsea fær að greiða sektina sína yfir fjögurra ára tímabil, á meðan Aston Villa hefur þrjú ár til að greiða 9,5 milljónir.

Barcelona, Lyon og Roma voru einnig sektuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner