Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 04. ágúst 2022 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varnarmenn Blika þurfa að takast á við hinn ítalska Lukaku
Mesut Özil mætir kannski ekki í Kópavoginn í kvöld, en það eru fleiri frábærir fótboltamenn í liði Istanbul Basaksehir.

Blikar taka á móti Basaksehir í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir Blika. Í liði Basaksehir eru margir leikmenn sem eru með stórkostlega ferilskrá. Þar á meðal er ítalski sóknarmaðurinn Stefano Okaka, sem er 32 ára gamall.

Okaka hefur til að mynda leikið með Roma, Fulham, Sampdoria, Anderlecht, Watford og Udinese á sínum ferli. Þá á hann fimm A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.

Hann gekk í raðir Basaksehir á síðustu leiktíð og skoraði þá 12 mörk í 32 deildarleikjum.

„Mannskapurinn þeirra er gríðarlega sterkur. Þetta eru ekki saddar stjörnur, þetta eru harðduglegir menn. Þeir eru með framherja sem var í ensku úrvalsdeildinni og er vaxinn eins og Lukaku," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Það verður gaman fyrir hafsentana og vörnina að takast á við hann."

„Þeir eru líka með leikna leikmen og gæja sem eru með 3-4 blaðsíður af CV (ferilskrá) út í Evrópu. Þetta er glæsilegt lið," sagði Höskuldur en Basaksehir vann Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir tæpum tveimur árum.

Leikurinn í kvöld hefst 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun
Athugasemdir
banner