Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nefna völl í höfuðið á Marcelo
Mynd: EPA

Marcelo, fyrrum leikmaður Real Madrid, er goðsögn hjá brasilíska félaginu Fluminense en hann er uppalinn þar og snéri aftur í fyrra eftir 16 ára fjarveru.


Þessi 36 ára gamli vinstri bakvörður lék yfir 500 leiki með Real Madrid frá 2007-2022 en hann lék 10 leiki með Olympiakos áður en hann snéri aftur til Fluminense.

Félagið hefur greint frá því að það eigi að nefna völl akademíunar í höfuðið á honum en völlurinn heitir í dag Centro de Treinamento Vale das Laranjeiras en verður nefndur Estádio Marcelo Vieira.

Það verður athöfn á morgun þar sem völlurinn skiptir formlega um nafn honum til heiðurs en hann æfði og spilaði þar á sínum yngri árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner