Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 04. október 2019 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar ekki ökklabrotinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er ekki ökklabrotinn. Al Arabi greinir frá þessu í kvöld og segir að við fyrstu skoðanir hafi það komið í ljós að landsliðsfyrirliðinn sé ekki ökklabrotinn.

Aron fór meiddur af velli þegar Al Arabi vann Al Khor í katörsku deildinni fyrr í kvöld.

Aron var sárkvalinn eftir tæklingu frá mótherja og þurfti að aka honum út af vellinum.

Það eru góð tíðindi að hann sé ekki ökklabrotinn, en hversu lengi hann verður frá, það á eftir að koma í ljós.

Framundan eru landsleikir gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020. Leikurinn gegn Frakklandi er eftir nákvæmlega viku. Aron er eins og allir vita gríðarlega mikilvægur íslenska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner