Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. október 2019 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Aron meiddur af velli - Virtist sárkvalinn
Lítur ekki vel út.
Lítur ekki vel út.
Mynd: Alkass
Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson, mætti Al Khor í katörsku deildinni í dag og fór með sigur af býtum eftir mikla dramatík í lokin. Stærstu fréttirnar þó úr þessum leik eru að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliðinn, fór meiddur af velli seint í leiknum.

Aron lenti í slæmri tæklingu undir lok leiksins og þurfti að kalla inn bíl til þess að koma Aroni út af. Þetta leit ekki vel út.

Framundan eru landsleikir gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Verður Aron með í þeim leikjum? Það á eftir að koma í ljós, en eins og áður segir þá leit þetta ekki vel út.

Al Khor komst yfir á 37. mínútu og leiddi í hálfleik. Hinn 22 ára gamli Ahmed Hassan Al Mohanadi skoraði markið.

Al Arabi náði að jafna metin á 78. mínútu með marki á vítaspyrnu. Hamdi Harbaoui steig á punktinn og skoraði.

Í uppbótartímanum fengu bæði lið vítaspyrnu. Al Khor klúðraði fyrst, en Al Arabi skoraði úr sinni. Aftur skoraði Harbaoui. Þýski framherjinn Pierre-Michel Lasogga skoraði þriðja mark Al Arabi áður en flautað var til leiksloka.

Al Arabi er enn taplaust eftir fimm leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki og gert eitt afntefli. Al Arabi er í öðru sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner