Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 04. október 2022 10:36
Elvar Geir Magnússon
Lingard verið algjört flopp hingað til
Jesse Lingard er langlaunahæsti leikmaður Forest.
Jesse Lingard er langlaunahæsti leikmaður Forest.
Mynd: EPA
Nýliðar Nottingham Forest eru í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimm tapleiki í röð. Liðið tapaði 4-0 fyrir Leicester í gær.

Það gengur ekkert upp hjá Forest og Steve Cooper stjóri liðsins er ekki að ná að smíða saman almennilegt lið úr þeim leikmönnum sem keyptir voru í sumar.

Hvað mestar væntingar voru gerðar til Jesse Lingard sem félagið lagði feikilega mikla áherslu á að fá frá Manchester United. Lingard sagði sjálfur að það væri hægt að búast við stórum hlutum frá sér.

En fyrstu mánuðir hans hjá liðinu hafa reynst ákaflega erfiðir.

Hann er hvorki kominn með mark né stoðsendingu. Hann átti martraðarleik í gær og átti sök á fyrsta marki leiksins. Skelfileg hreinsun hans endaði hjá James Maddison sem skoraði.

Varnarleikur Leicester hafði verið hörmulegur áður en kom að leiknum í gær en Lingard og liðsfélagar hans áttu engin svör. Lingard átti ömurlegan leik, bæði varnarlega og sóknarlega.

Léleg frammistaða hans var svo kórónuð með gulu spjaldi áður en hann var tekinn af velli á 68. mínútu fyrir Orel Mangala. Enskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort Nottingham Forest sjái þegar eftir því að hafa samið við Lingard sem er langlaunahæsti leikmaður félagsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner