Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   fös 04. október 2024 10:37
Elvar Geir Magnússon
Í átta leikja bann fyrir að bíta andstæðing
Milutin Osmajic sóknarmaður Preston North End í ensku Championship-deildinni hefur verið dæmdur í átta leikja bann af enska fótboltasambandinu fyrir að bíta Owen Beck, leikmann Blackburn, í hnakkann.

Beck, sem er á láni frá Liverpool, fékk rautt fyrir að sparka til Duane Holmes leikmanns Preston. Átök urðu í kjölfar brotsins þar sem Osmajic beit í Beck.

Þrátt fyrir að Beck reyndi að sýna dómurunum bitfarið á hnakkanum slapp Osmajic með gult spjald í leiknum sjálfumþ

Aganefnd enska sambandsins ákvað að ákæra Osmajic eftir myndbandsupptökur og hefur þessi 25 ára Svartfellingur nú fengið átta leikja bann og 15 þúsund punda sekt.

Osmajic mun ekki spila aftur fyrr en 23. nóvember. Leikmaðurinn hefur skorað fimm mörk í ellefum leikjum á þessu tímabili, þar af tvö í 3-0 sigri gegn Watford á þriðjudag.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner