Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. nóvember 2024 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar í byrjunarliði Al-Gharafa í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa þegar liðið heimsótti Persepolis frá Íran í Meistaradeild Asíu í kvöld.


Það var markalaust í hálfleik en heimamenn komust yfir á 53. mínútu. Aron var tekinn af velli þremur mínútum síðar fyrir Ahmed Al Ganehi sem var búinn að vera stutta stund inn á þegar hann jafnaði metin.

Aron fór til Al-Gharafa frá Þór til að spila með liðinu í Meistaradeildinni en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum. Hann vonast til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Wales úti 16. og 19. nóvember í Þjóðadeildinni, sem Age Hareide tilkynnir á miðvikudaginn.

Lærisveinar Milosar MIlojevic í Al Wasl gerðu 1-1 jafntefli gegn Al-Sadd. Al Wasl er með sjö stig í 3. sæti eftir fjórar umferðir en Al-Gharafa er með fjögur stig í 6. sæti. Það eru fjórar umferðir eftir en átta efstu liðin komast áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner