Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd þarf góða hreinsun - „Hvernig hefur hann verið þarna í átta ár?
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: Getty Images
Samuel Luckhurst, blaðamaður hjá Manchester Evening News, skrifar í dag harðorðan pistil um stöðu mála hjá félaginu.

Rúben Amorim var nýverið ráðinn stjóri United en félagið þarf að taka til í leikmannahópi sínum eftir stjóratíð Erik ten Hag.

Luckhurst nefnir í grein sinni nokkra leikmenn sem United þarf að losa sig við og það strax. Nefnir hann að ákveðnir leikmenn hafi verið of lengi hjá félaginu og fengið alltof mikið svigrúm til að vera lélegir eða miðlungs.

„Hvernig hefur hann (Victor Lindelöf) verið þarna í átta ár?" skrifar hann til dæmis.

Lindelöf verður samningslaus næsta sumar og það sama á við um Jonny Evans og Harry Maguire, en líklega væri best að halda Evans af þeim þremur. Luckhurst nefnir einnig að það væri þá ekki heimskulegt hjá United að losa sig við bæði Luke Shaw og Tyrell Malacia sem eru meiðslahrjáðir.

Mason Mount er á sínu öðru tímabili með Man Utd og segir Luckhurst að hann eigi ekki að fá þriðja tímabilið.

„Ef það á að endurheimta ákveðna staðla hjá United, þá er ekki hægt að leyfa leikmönnum sem standa sig illa að fá þriðja tímabilið. Antony er á sínu þriðja tímabili en skiptir svo litlu máli að alvarleiki ökklatognunar hans hefur ekki verið talið fréttnæmt," skrifar blaðamaðurinn.

Svo er Christian Eriksen að verða samningslaus og Casemiro er kominn yfir hæðina, en þeir eru báðir að verða 33 ára.

„Það eina sem þeir eiga að skrifa undir eru eiginhandaráritanir," skrifar Luckhurst hreinskilinn.

Amorim hefur svo sannarlega verk að vinna þegar hann mætir til starfa á Old Trafford en leikmannahópurinn er ekki á góðum stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner