Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 11:00
Aksentije Milisic
Júlíana framlengir í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV en þetta tilkynnti félagið í gær.

Júlíana þekkir vel til í Eyjum en hún hefur spilað yfir 100 leiki í deild og bikar fyrir félagið. Hún missti af stórum hluta síðasta sumars en hún varð fyrir því óláni að fótbrotna.

ÍBV lenti í sjöunda sæti í Pepsi Max deild kvenna á síðustu leiktíð en Júlíana náði einungis að spila níu leiki á síðustu leiktíð.

„Knattspyrnukonan Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við félagið, sem eru miklar gleðifréttir. Júlíana hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og hefur náð að leika yfir 100 leiki fyrir félagið í deild og bikarkeppni.
Júlíana lék fyrsta leik sinn fyrir meistaraflokk ÍBV árið 2015 og hefur síðan þá leikið 104 leiki fyrir félagið. Hún varð bikarmeistari með félaginu árið 2017 eftir sigur á Stjörnunni,"
segir á heimasíðu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner