Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 16:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fotbollskanalen 
Lagerback vill sjá Heimi taka við sænska landsliðinu
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lars Lagerback fyrrum landsliðsþjálfari Íslands mælir með því að sænska fótboltasambandið reyni að fá Heimi Hallgrímsson til að taka við sem landsliðsþjálfari.

Lagerback, sem náði frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Svía á sínum tíma, var í viðtali í sænskum hlaðvarpsþætti þar sem rætt var um krísuástandið sem ríkir núna hjá sænska landsliðinu.

„Einstaklingur sem ég myndi klárlega mæla með er Heimir Hallgrímsson, sem náði að vera þjálfari í þrjú eða fjögur ár í Arabaheiminum og það eitt og sér er afrek, kom Íslandi á HM og hefur núna lyft Jamaíka frá nánast engu og í undanúrslit Þjóðadeildarinnar," segir Lagerback en Fotbollskanalen skrifaði frétt upp úr ummælum hans.

Lagerback og Heimir unnu frábærlega saman með íslenska landsliðið eins og allir vita.

Heimir hefur verið að gera ofboðslega flotta hluti með jamaíska landsliðið og setur stefnuna á að koma liðinu á HM 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner