„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inni á vellinum, því þar er alvöru væl.“
Aðeins tuttugu dagar eru til jóla og tilefni til að rifja upp eitt gamalt og gott viðtal. Að þessu sinni lítum við til ársins 2012 þegar Jón Páll Pálmason, þá þjálfari kvennaliðs Fylkis, mætti í viðtal eftir 4–0 tap gegn Val.
Jón Páll var allt annað en sáttur við dómgæsluna og lét í sér heyra. Hann kom jafnframt með áhugaverða tillögu um hvernig mætti bæta dómarastéttina.
Jón Páll var allt annað en sáttur við dómgæsluna og lét í sér heyra. Hann kom jafnframt með áhugaverða tillögu um hvernig mætti bæta dómarastéttina.
„Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur.“
„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inni á vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, þeir heyra ekki vælið.“
Ummæli Jóns fóru illa í KSÍ og fékk Jón Páll áminningu en Fylkir fékk sekt upp á 25.000 krónur.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Athugasemdir






















