Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 04. desember 2025 14:30
Kári Snorrason
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inni á vellinum, því þar er alvöru væl.“
„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inni á vellinum, því þar er alvöru væl.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll er nú aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings.
Jón Páll er nú aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðeins tuttugu dagar eru til jóla og tilefni til að rifja upp eitt gamalt og gott viðtal. Að þessu sinni lítum við til ársins 2012 þegar Jón Páll Pálmason, þá þjálfari kvennaliðs Fylkis, mætti í viðtal eftir 4–0 tap gegn Val.

Jón Páll var allt annað en sáttur við dómgæsluna og lét í sér heyra. Hann kom jafnframt með áhugaverða tillögu um hvernig mætti bæta dómarastéttina.

„Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur.“

„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inni á vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, þeir heyra ekki vælið.“


Ummæli Jóns fóru illa í KSÍ og fékk Jón Páll áminningu en Fylkir fékk sekt upp á 25.000 krónur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli



Athugasemdir
banner
banner