Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 28. júní 2012 14:39
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða KSÍ 
Jón Páll áminntur og Fylkir fær sekt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. júní 2012 var samþykkt að áminna Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis vegna ummæla hans á Fótbolta.net eftir leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 11. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild Fylkis um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Jón Páll lét í sér heyra í viðtali við Fótbolta.net í kjölfarið á 4-0 tapi Fylkis gegn Val í Pepsi-deild kvenna í fyrrakvöld en hann var afar ósáttur með Þórð Má Gylfason dómara leiksins.

,,Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur. Ég er endalaust að hlusta á væl í kvennaboltanum," sagði Jón Páll meðal annars reiður í viðtalinu.

,,Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inná vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, ekki heyra vælið.. og með pung til að dæma helvítis leikinn eins og menn," bætti Jón Páll við.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælum Jóns Páls til aga- og úrskurðarnefndar í samræmi við 18. grein reglugerðar KSÍ um aga - og úrskurðarmál og í kjölfarið var Jón Páll áminntur.

Sjá einnig:
Jón Páll: Dómarinn er heigull
Athugasemdir
banner
banner