Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fös 05. janúar 2024 13:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útlit fyrir að Sveinn Margeir klári ekki tímabilið með KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær að Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður KA, væri á leið í nám við bandaríska háskólann UCLA.

Ef af verður þá mun Sveinn Margeir missa út hluta af tímabilinu þar sem tímabilinu á Íslandi lýkur ekki fyrr en í lok október og haustönninn í háskólanum hefst talsvert fyrr.

Sveinn er 22 ára miðjumaður sem kom í KA frá uppeldisfélagi sínu Dalvík/Reyni eftir tímabilið 2019. Sveinn á tvö ár eftir af samningi sínum við KA.

Hann var í lykilhlutverki hjá KA í fyrra, byrjaði fimm af sex Evrópuleikjum liðsins og skoraði tvö mörk í öflugum heimasigri á Dundalk. Í deildinni byrjaði hann nítján leiki og kom sex sinnum inná sem varamaður og í bikarnum byrjaði hann alla fimm leiki KA. Hann skoraði fimm mörk í deildinni og eitt mark í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner