Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. febrúar 2023 15:39
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Tottenham og Man City: Conte ekki á svæðinu - De Bruyne á bekknum
Julian Alvarez er í byrjunarliðinu í dag.
Julian Alvarez er í byrjunarliðinu í dag.
Mynd: EPA
Kulusevski og Son byrja.
Kulusevski og Son byrja.
Mynd: EPA

Síðari leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Tottenham Hotspur og Manchester City í London.


Leikurinn hefst klukkan 16:30 en gestirnir frá Manchester geta minnkað bilið á topplið Arsenal niður í tvö stig eftir sigur Everton á Arsenal í gær.

Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar en liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta deildarleik sínum. Man City fór auðveldlega með Wolves í síðustu umferð og vann 3-0 sigur.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, var með gallblöðrubólgu og þurfti hann þess vegna að fara í aðgerð. Hann verður því ekki í boðvangnum í dag.

Það eru engar breytingar á liði Tottenham frá síðasta deildarleik. Nýju leikmennirnir, Pedro Porro og Arnaut Danjuma eru báðir á bekknum.

Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir fjórar breytingar á sínu liði. Kevin De Bruyne er settur á bekkinn á samt Ilkay Gundogan og Aymeric Laporte.

John Stones er meiddur aftan í læri og þá er Phil Foden ekki í hópnum. Inn koma þeir Kyle Walker, Nathan Ake, Julian Alvarez og Bernardo Silva.

Tottenham: Lloris, Emerson, Romero, Dier, Davies, Perisic, Hojbjerg, Bentancur, Kulusevski, Kane, Son.
(Varamenn: Forster, Skipp, Sanchez, Richarlison, Danjuma, Sessegnon, Porro, Lenglet, Bissouma.)

Manchester City: Ederson, Walker, Akanji, Ake, Lewis, Rodri, Silva, Grealish, Mahrez, Haaland, Alvarez.
(Varamenn: Ortega, Dias, Phillips, Gundogan, Laporte, De Bruyne, Gomez, Perrone, Palmer.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner