Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   sun 05. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandarískir fjárfestar að kaupa hlut í Everton
Farhad Moshiri hefur verið meirihlutaeigandi í Everton síðustu sjö ár. Þar áður átti hann um 15% hlut í Arsenal sem hann seldi til viðskiptafélaga síns Alisher Usmanov.
Farhad Moshiri hefur verið meirihlutaeigandi í Everton síðustu sjö ár. Þar áður átti hann um 15% hlut í Arsenal sem hann seldi til viðskiptafélaga síns Alisher Usmanov.
Mynd: EPA

Það eru erfiðir tímar hjá Everton og hafa stuðningsmenn félagsins mótmælt eignarhaldi Farhad Moshiri hástöfum. Moshiri hefur þó engan áhuga á að selja, hann segist elska félagið og er nálægt því að tryggja því aukna fjárveitingu með nýjum fjárfestum sem vilja kaupa sig inn í félagið.


Everton var á botni ensku úrvalsdeildarinnar þar til fyrir skömmu þegar Sean Dyche var ráðinn til að taka við knattspyrnustjórastarfinu af Frank Lampard. Núna er Everton í harðri fallbaráttu og ætlar Moshiri að gera allt í sínu valdi til að brúa bilið á milli sín og stuðningsmanna.

Liður í því er nýr heimavöllur sem Everton er að byggja og þá gæti fjárfesting bandaríska fjárfestafyrirtækisins MSP Sports Capital skipt sköpum fyrir framtíð félagsins. MSP Sports Capital er að ganga frá kaupum á hlut í Everton en Moshiri verður áfram meirihlutaeigandi.

Þá ætlar Moshiri að skipta út stjórn félagsins, sem hefur ekki verið að vinna sérlega gott starf ef stuðningsmenn eru spurðir, og taka öll nauðsynleg skref til að bæta gengi Everton.

Everton heimsækir Nottingham Forest í fallbaráttuslag í dag og getur komið sér af fallsvæðinu með sigri.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner