Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   þri 05. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Chopart.
Kennie Chopart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar Hafþórsson skrifaði undir hjá Fylki í vetur eftir að hafa leikið með Vestra.

Þórður er fæddur árið 2001 en hann lék sína fyrstu tvo leiki sumarið 2016. Þórður skoraði fimm mörk í 22 leikjum þegar Vestri tryggði sér sæti í næstefstu deild síðasta sumar. Þórður hefur til þessa leikið níu yngri landsliðsleiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Þórður Gunnar Hafþórsson

Gælunafn: Toddi, Doddi, Toad, Troddi, Hemmi í Playstation

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 11. september 2016

Uppáhalds drykkur: Bónus Appelsínusafinn

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: Kia Rio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ameríski Draumurinn

Uppáhalds tónlistarmaður: Flóni

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kíví, Jarðarber og kökudeig

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ertu online eggið þitt?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það er ekkert lið sem ég myndi ekki vilja spila fyrir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kennie Choppart var erfiður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Get ekki valið á milli Atla Sveins, Óla Stígs, Bjarna Jóh og Nigel Quashie

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur enginn í hug

Sætasti sigurinn: Verð að segja 7-0 sigurinn í fyrra gegn Tindastól sem tryggði Vestra sæti í Inkasso

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Jóhann Árni Gunnarsson hinn íslenski Xavi

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Lucas, hann er í Real svo þetta segir sig sjálft.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Pétur Bjarnason, fallegur að innan sem utan

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ásthildur Jakobsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7 og Ronaldinho

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Arnór Gauti

Uppáhalds staður á Íslandi: Ísafjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hef ekki lent neinu merkilegu í leik

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: horfi á einn góðan Love Island þátt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei myndi ekki segja það

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Heimspeki

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígslan hjá Fylki þegar ég var með kynfræðslu en ég fer ekkert nánar út í það.

Mestu vonbrigðin: ná ekki fyrsta sæti í 2. deildinni í fyrra

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ólaf Inga Skúlason, Ragnar Braga Sveinsson og Hafþór Agnarsson. Allir af gamla skólanum með geggjaðan banter

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Dettur ekkert í hug í augnablikinu

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ragnar Bragi, vissi ekki að minnsti maðurinn í liðinu gæti verið sterkasti maður í liðinnu, hann er lítill naggur.

Hverju laugstu síðast: Að það væru 5 mínútur í mig

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sprettir

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: mæti í umræðutíma í skólanum, tek síðan góða æfingu eftir skóla og kíki siðan kannski aðeins í PS4 og heilsa uppá vini
Athugasemdir
banner
banner
banner