Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 11:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Fjölnis í sumar
Fjölnismenn fagna marki.
Fjölnismenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson í baráttunni.
Grétar Snær Gunnarsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurpáll Melberg Pálsson
Sigurpáll Melberg Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Fjölni neðsta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Grafarvogsliðið endurheimti sæti sitt í deildinni síðastliðið haust.

Fótbolti.net rýnir í dag í mögulegt byrjunarlið Fjölnis í sumar.



Atli Gunnar Guðmundsson verður aðalmarkvörður Fjölnis í sumar en hann er uppalinn hjá Huginn á Seyðisfirði. Sigurjón Daði Harðarson verður varamarkvörður.

Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hætti hjá liðinu á dögunum og hann skilur eftir sig skarð í vörninni. Fjölnir hefur ýmist verið með tvo eða þrjá miðverði í leikjum vetrarins en Fótbolti.net spáir því að þeir verði þrír í byrjun móts og leikkerfið verði 5-4-1.

Hans Viktor Guðmundsson sem hefur spilað á miðjunni undanfarið fer líklega aftur í vörnina og búast má við að Torfi Tímóteus Gunnarsson verði við hans hlið. Miðjumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson hefur síðan einnig spilað í miðverðinum í vetur sem og Sigurpáll Melberg Pálsson. Björn Berg Bryde, miðvörður Stjörnunnar, hefur verið orðaður við Fjölni og hann gæti komið inn í vörnina fyrir mót.

Arnór Breki Ásþórsson verður vinstri bakvörður en í hægri bakverðinum er Valdimar Ingi Jónsson líklegastur. Þorri Már Þórisson hefur spilað með Fjölni í síðustu leikjum og hann gæti komið á láni frá KA og barist um stöðu í hægri bakverðinum.

Á miðjunni verða Guðmundur Karl Guðmundsson og Sigurpáll Melberg væntanlega í byrjunarliðinu en Grétar Snær og Hans Viktor gætu einnig spilað þar ef varnarmaður bætist við hópinn. Hinn ungi Orri Þórhallsson mun væntanlega koma líka við sögu á miðjunni.

Hallvarður Óskar Sigurðarson hefur verið öflugur á undirbúningstímabilinu og hann verður væntanlega á öðrum kantinum. Jóhann Árni Gunnarsson verður síðan vinstra megin en það er efnilegur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með í sumar. Kristófer Óskar Óskarsson og hinn ungi Lúkas Logi Heimisson gætu einnig spilað á kantinum.

Frammi berjast Ingibergur Kort Sigurðsson og Jón Gísli Ström um stöðuna en Stefan Alexander Ljubicic hefur einnig verið orðaður við Fjölni að undanförnu.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 12. sæti - Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner
banner