fim 28.maí 2020 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Fjölnir
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Fjölnis muni enda í 12. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fjölnir endar í neðsta sæti ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Fjölnir 14 stig
Um liðið: Það var áfall fyrir Grafarvogsliðið að falla úr efstu deild 2018 enda var talsverð bjartsýni fyrir það tímabil. Liðið átti stutt stopp í 1. deildinni, endaði þar í 2. sæti í fyrra og er mætt aftur meðal þeirra bestu. En róðurinn verður þungur í sumar og spáð því að jójó-ið haldi áfram og þeir muni hrapa strax aftur niður. Lykilmenn frá því í fyrra eru horfnir á braut og liðið veikara en það var en samt komið í miklu sterkari deild.
Þjálfari - Ásmundur Arnarsson: Eftir fallið 2018 var Ási ráðinn þjálfari Fjölnis í annað sinn. Hann þekkir hverja þúfu í Grafarvogi og kom liðinu beint aftur upp en stóra prófið verður að reyna að halda liðinu uppi í Pepsi Max. Rasmus Christiansen, Bergsveinn Ólafsson og Albert Brynjar Ingason eru allir horfnir á braut en þeir voru lykilmenn hjá liðinu í fyrra. Ekki hefur tekist að fylla í þeirra skörð.
Styrkleikar: Fjölnismenn treysta á heimamenn og því fylgir oft góð stemning í hópnum. Ásmundur kann að búa til öfluga liðsheild og innan leikmannahópsins má finna marga hæfileikaríka unga leikmenn. Þeir þurfa nú að stíga upp og taka meiri ábyrgð í liðinu til að Fjölnir haldi sér þar sem liðið vill vera.
Veikleikar: Hópurinn hefur veikst og stór skörð verið hoggin í varnarleiknum. Fyrir aftan í markinu er svo Atli Gunnar Guðmundsson sem er að spila sitt fyrsta tímabil í Pepsi Max. Liðið er reynslulítið á stóra sviðinu. Fram á við vantar liðinu sárlega 'níu', leikmann sem getur skorað í efstu deild. Leitin að þessum leikmanni hefur ekki borið árangur.
Lykilmenn: Hans Viktor Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson. Hansi er tekinn við fyrirliðabandinu í Grafarvogi eftir að Bergsveinn Ólafsson lagði skóna óvænt á hilluna. Lék sem djúpur miðjumaður í fyrra en verður væntanlega aftur í miðverðinum í sumar. Þegar Gummi Kalli er á deginum sínum getur hann verið mikill drifkraftur og reynsla hans gæti hjálpað Fjölni mikið.
Gaman að fylgjast með: Jóhann Árni Gunnarsson og Hallvarður Óskar Sigurðarson. Jóhann Árni er 19 ára miðjumaður sem var í liði ársins í Inkasso-deildinni. Með flotta leikgreind og góðar spyrnur. Hallvarður er sonur goðsagnarinnar Sigga Hallvarðs. Þessi 21 árs örvfætti leikmaður var flottur á undirbúningstímabilinu.
Spurningarnar: Munu Fjölnismenn þjappa sér saman og blása á hrakspárnar? Er Atli markvörður nægilega góður fyrir efstu deild? Mun Fjölnir finna einhverjar krónur og kaupa sér sóknarmann fyrir mót?
Völlurinn: Extra völlurinn í Dalhúsum. Ókostur að stúkan er ekki yfirbyggð svo treysta þarf á veðurguðina. Á Kárapallinum má nálgast kræsingar.
Þjálfarinn segir - Ásmundur Arnarsson
„Þessi spá kemur ekki á óvart. Eins og fjallað hefur verið um þá höfum við misst mikið úr reynslubankanum og erum með marga leikmenn sem eiga eftir að sanna sig í efstu deild. Spáin sem slík kemur því ekki á óvart en við höfum trú á getu okkar og nú er það bara að sýna og sanna að við getum endað ofar. Það er í skoðun hjá okkur að reyna að styrkja liðið. Hvort það gangi upp á eftir að koma í ljós."
Komnir:
Grétar Snær Gunnarsson frá Víkingi Ó.
Torfi Tímóteus Gunnarsson frá KA (Var á láni)
Farnir:
Albert Brynjar Ingason í Kórdrengi
Rasmus Christiansen í Val (Var á láni)
Bergsveinn Ólafsson hættur
Fyrstu fimm leikir Fjölnis:
14. júní Víkingur - Fjölnir
21. júní Fjölnir - Stjarnan
29. júní Breiðablik - Fjölnir
4. júlí Fjölnir - Fylkir
8. júlí Fjölnir - Grótta
Sjá einnig:
Hin hliðin - Jóhann Árni Gunnarsson
Leikmenn Fjölnis sumarið 2020:
Atli Gunnar Guðmundsson
Arnór Breki Ásþórsson
Dagur Ingi Axelsson
Eysteinn Þorri Björgvinsson
Grétar Snær Gunnarsson
Guðmundur Karl Guðmundsson
Hallvarður Óskar Sigurðarson
Hans Viktor Guðmundsson
Ingibergur Kort Sigurðsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Jón Gísli Ström
Kristófer Óskar Óskarsson
Lúkas Logi Heimisson
Orri Þórhallsson
Sigurjón Daði Harðarson
Sigurpáll Melberg Pálsson
Torfi Tímoteus Gunnarsson
Valdimar Ingi Jónsson
Viktor Andri Hafþórsson
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
*Óstaðfestur leikmannalisti. Staðfestum lista verður bætt við.
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Fjölnir 14 stig
Um liðið: Það var áfall fyrir Grafarvogsliðið að falla úr efstu deild 2018 enda var talsverð bjartsýni fyrir það tímabil. Liðið átti stutt stopp í 1. deildinni, endaði þar í 2. sæti í fyrra og er mætt aftur meðal þeirra bestu. En róðurinn verður þungur í sumar og spáð því að jójó-ið haldi áfram og þeir muni hrapa strax aftur niður. Lykilmenn frá því í fyrra eru horfnir á braut og liðið veikara en það var en samt komið í miklu sterkari deild.
Þjálfari - Ásmundur Arnarsson: Eftir fallið 2018 var Ási ráðinn þjálfari Fjölnis í annað sinn. Hann þekkir hverja þúfu í Grafarvogi og kom liðinu beint aftur upp en stóra prófið verður að reyna að halda liðinu uppi í Pepsi Max. Rasmus Christiansen, Bergsveinn Ólafsson og Albert Brynjar Ingason eru allir horfnir á braut en þeir voru lykilmenn hjá liðinu í fyrra. Ekki hefur tekist að fylla í þeirra skörð.
Styrkleikar: Fjölnismenn treysta á heimamenn og því fylgir oft góð stemning í hópnum. Ásmundur kann að búa til öfluga liðsheild og innan leikmannahópsins má finna marga hæfileikaríka unga leikmenn. Þeir þurfa nú að stíga upp og taka meiri ábyrgð í liðinu til að Fjölnir haldi sér þar sem liðið vill vera.
Veikleikar: Hópurinn hefur veikst og stór skörð verið hoggin í varnarleiknum. Fyrir aftan í markinu er svo Atli Gunnar Guðmundsson sem er að spila sitt fyrsta tímabil í Pepsi Max. Liðið er reynslulítið á stóra sviðinu. Fram á við vantar liðinu sárlega 'níu', leikmann sem getur skorað í efstu deild. Leitin að þessum leikmanni hefur ekki borið árangur.
Lykilmenn: Hans Viktor Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson. Hansi er tekinn við fyrirliðabandinu í Grafarvogi eftir að Bergsveinn Ólafsson lagði skóna óvænt á hilluna. Lék sem djúpur miðjumaður í fyrra en verður væntanlega aftur í miðverðinum í sumar. Þegar Gummi Kalli er á deginum sínum getur hann verið mikill drifkraftur og reynsla hans gæti hjálpað Fjölni mikið.
Gaman að fylgjast með: Jóhann Árni Gunnarsson og Hallvarður Óskar Sigurðarson. Jóhann Árni er 19 ára miðjumaður sem var í liði ársins í Inkasso-deildinni. Með flotta leikgreind og góðar spyrnur. Hallvarður er sonur goðsagnarinnar Sigga Hallvarðs. Þessi 21 árs örvfætti leikmaður var flottur á undirbúningstímabilinu.
Spurningarnar: Munu Fjölnismenn þjappa sér saman og blása á hrakspárnar? Er Atli markvörður nægilega góður fyrir efstu deild? Mun Fjölnir finna einhverjar krónur og kaupa sér sóknarmann fyrir mót?
Völlurinn: Extra völlurinn í Dalhúsum. Ókostur að stúkan er ekki yfirbyggð svo treysta þarf á veðurguðina. Á Kárapallinum má nálgast kræsingar.
Þjálfarinn segir - Ásmundur Arnarsson
„Þessi spá kemur ekki á óvart. Eins og fjallað hefur verið um þá höfum við misst mikið úr reynslubankanum og erum með marga leikmenn sem eiga eftir að sanna sig í efstu deild. Spáin sem slík kemur því ekki á óvart en við höfum trú á getu okkar og nú er það bara að sýna og sanna að við getum endað ofar. Það er í skoðun hjá okkur að reyna að styrkja liðið. Hvort það gangi upp á eftir að koma í ljós."
Komnir:
Grétar Snær Gunnarsson frá Víkingi Ó.
Torfi Tímóteus Gunnarsson frá KA (Var á láni)
Farnir:
Albert Brynjar Ingason í Kórdrengi
Rasmus Christiansen í Val (Var á láni)
Bergsveinn Ólafsson hættur
Fyrstu fimm leikir Fjölnis:
14. júní Víkingur - Fjölnir
21. júní Fjölnir - Stjarnan
29. júní Breiðablik - Fjölnir
4. júlí Fjölnir - Fylkir
8. júlí Fjölnir - Grótta
Sjá einnig:
Hin hliðin - Jóhann Árni Gunnarsson
Leikmenn Fjölnis sumarið 2020:
Atli Gunnar Guðmundsson
Arnór Breki Ásþórsson
Dagur Ingi Axelsson
Eysteinn Þorri Björgvinsson
Grétar Snær Gunnarsson
Guðmundur Karl Guðmundsson
Hallvarður Óskar Sigurðarson
Hans Viktor Guðmundsson
Ingibergur Kort Sigurðsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Jón Gísli Ström
Kristófer Óskar Óskarsson
Lúkas Logi Heimisson
Orri Þórhallsson
Sigurjón Daði Harðarson
Sigurpáll Melberg Pálsson
Torfi Tímoteus Gunnarsson
Valdimar Ingi Jónsson
Viktor Andri Hafþórsson
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
*Óstaðfestur leikmannalisti. Staðfestum lista verður bætt við.
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson