Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   þri 05. nóvember 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Ég veit ekki hvað West Ham er undir stjórn Lopetegui“
Julen Lopetegui, stjóri West Ham.
Julen Lopetegui, stjóri West Ham.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Chris Sutton segist ekki sjá neitt í gangi hjá West Ham eftir erfiða byrjun liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. West Ham er í fjórtánda sæti með aðeins ellefu stig úr fyrstu ellefu leikjunum.

Sutton segir að Lopetegui, sem tók við af David Moyes á liðnu sumri, sé undir mikilli pressu ef úrslitin fara ekki að batna.

„Ég veit ekki hvað West Ham er undir stjórn Lopetegui, það er vandamálið. Það er eins og hann sé fastur. Hann er staddur í rangri bíómynd," segir Sutton.

Forráðamenn West Ham voru í skýjunum þegar Lopetegui var ráðinn en liðið tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest á laugardaginn og var það fimmta tap liðsins á tímabilinu. Sigurleikirnir hafa komið gegn Manchester United, Ipswich Town og Crystal Palace.

„Hann þarf tíma en maður sér ekki neina þróun vera í gangi, maður veit ekki fyrir hvað þeir standa og hann er búinn að eyða helling af peningum," segir Sutton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 10 8 1 1 19 6 +13 25
2 Man City 10 7 2 1 21 11 +10 23
3 Nott. Forest 10 5 4 1 14 7 +7 19
4 Chelsea 10 5 3 2 20 12 +8 18
5 Arsenal 10 5 3 2 17 11 +6 18
6 Aston Villa 10 5 3 2 17 15 +2 18
7 Tottenham 10 5 1 4 22 11 +11 16
8 Brighton 10 4 4 2 17 14 +3 16
9 Fulham 10 4 3 3 14 13 +1 15
10 Bournemouth 10 4 3 3 13 12 +1 15
11 Newcastle 10 4 3 3 10 10 0 15
12 Brentford 10 4 1 5 19 20 -1 13
13 Man Utd 10 3 3 4 9 12 -3 12
14 West Ham 10 3 2 5 13 19 -6 11
15 Leicester 10 2 4 4 14 18 -4 10
16 Everton 10 2 3 5 10 17 -7 9
17 Crystal Palace 10 1 4 5 8 13 -5 7
18 Ipswich Town 10 0 5 5 10 21 -11 5
19 Southampton 10 1 1 8 7 19 -12 4
20 Wolves 10 0 3 7 14 27 -13 3
Athugasemdir
banner
banner
banner