Jörundur vísar í að Kristian Nökkvi hafi á sínum tíma verið valinn í U19 þegar hann hefði getað verið með U21.
Viktor Bjarki Daðason var í dag valinn í U19 landsliðið fyrir leiki í undankeppni EM. Valið kom á óvart þar sem Viktor hefur spilað í Meistaradeildinni með FCK, skoraði gegn Dortmund í síðasta mánuði og er að spila með dönsku meisturunum í dönsku úrvalsdeildinni.
Viktor Bjarki er 17 ára framherji sem er á hraðri uppleið. Margir bjuggust við því að hann yrði í þrepi hærra, U21 landsliðinu, eða jafnvel A-landsliðinu, í komandi leikjum.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðsins, var spurður út í Viktor á fréttamannafundi í dag. Hann talaði um 'protocols', samskiptareglur, hjá KSÍ þegar hann var spurður út í unga framherjann.
Fótbolti.net ræddi við Jörund Áka Sveinsson um Viktor Bjarka en Jörundur er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.
Viktor Bjarki er 17 ára framherji sem er á hraðri uppleið. Margir bjuggust við því að hann yrði í þrepi hærra, U21 landsliðinu, eða jafnvel A-landsliðinu, í komandi leikjum.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðsins, var spurður út í Viktor á fréttamannafundi í dag. Hann talaði um 'protocols', samskiptareglur, hjá KSÍ þegar hann var spurður út í unga framherjann.
Fótbolti.net ræddi við Jörund Áka Sveinsson um Viktor Bjarka en Jörundur er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.
„Í fyrsta lagi er frábært að sjá hvað hann er að gera vel hjá FCK, þeir eru greinilega að vinna frábæra vinnu með hann - og ekki síður Gunnar Olsen (sem er líka í U19). Þetta eru tveir strákar sem við bindum miklar vonir við. Auðvitað er Viktor Bjarki kannski kominn aðeins lengra en bæði við og þeir gerðu ráð fyrir, sem er bara frábært," segir Jörundur.
„Við höfum séð þetta áður hjá okkur. Mig minnir að Hákon Haralds og Kristian hafi farið niður úr U21 í U19 árið 2021 og hjálpuðu liðinu í undankeppninni þá. Svo var það aftur 2023, þá voru Orri Steinn og Kristian í U19 í stað U21 - hjálpuðu liðinu þá að komast í úrslitakeppni EM. Þetta eru allavega nýlegustu dæmin. Við erum í svipaðri stöðu núna með Viktor Bjarka."
„Við mátum það þannig að hann væri að fá meira út úr þessu verkefni með því að fá þrjá leiki með U19, hjálpa liðinu þar. Svo að sjálfsögðu vonumst við til þess að hann haldi áfram á sinni vegferð. Við horfum til þess að hann er framtíðarleikmaður hjá okkur. Við höfum legið yfir þessu og teljum þetta rétta ákvörðun."
Þegar Arnar talar um 'protocol' þá er það hvað þið hjá KSÍ teljið að henti hverjum leikmanni best?
„Já, þá má segja það. Miðað við hópana, við erum með leikmenn í U21 sem eru efnilegir og mjög spennandi. Þar eru strákar sem við erum alltaf að fylgjast með og horfum til. Hjá U21 er bara einn leikur. Við teljum betra fyrir Viktor Bjarka að spila þrjá leiki með U19 í krefjandi verkefni. Þetta eru hlutir sem þjálfararnir setjast yfir. Þetta er niðurstaðan og held að hún sé best eins og staðan er núna."
„Við erum með ótrúlega marga spennandi leikmenn sem gerir þetta skemmtilegt og krefjandi. Það er frábært að sjá þennan unga dreng koma inn á í Meistaradeildinni og standa sig vel. Við höfum gert þetta áður, með góðum árangri. Við teljum þetta líka hluta af þeirri vegferð sem við erum með hér innanhúss hjá okkur varðandi þróun leikmanna með yngri landsliðanna, þróa þá með þessum hætti. Ég er ekki með þessu að segja að þetta verði svona í næsta verkefni. Þetta er metið út frá hverju verkefni fyrir sig og þetta er niðurstaðan. Við vonumst til þess að þetta sé til heilla fyrir alla."
Ef Arnar vill virkilega hafa Viktor Bjarka í sínum hóp, skiptir þá einhverju máli hvernig aðrir sjá þetta?
„A liðið stýrir ferðinni, það gengur alltaf fyrir. Ef við erum með 16-17 ára leikmann sem Arnar vildi fá í A-landsliðið þá væri það bara þannig. Svo þegar við erum komin í yngri liðin þurfum við að meta hvar styrkleikar hvers og eins liggja og hvernig við getum nýtt allt út úr hverjum og einum. Hákon, Kristian og Orri hjálpuðu okkur og þeir hafa gert mjög vel síðan þá, þetta er alltaf matsatriði hverju sinni."
„Arnar Gunnlaugsson og Davíð Snorri leggja línuna með það hverja þeir taka, þeir leiða og síðan snýst um að púsla hinum hópunum saman."
Þannig spurningin var hvort Viktor yrði í U21 eða U19?
„Ég get ekki fullyrt um það, veit að Arnar og Davíð Snorri hafa ásamt þjálfurum U21 og U19 að skoða hvar hver á að vera. Þegar Arnar er búinn að gera sig upp hug sinn hvern hann vill hafa í sínum hóp þá skoðum við niður úr. Ég veit ekki hversu nálægt Viktor Bjarki var hópnum hans Arnars, hann verður að svara því, en mér þykir líklegt að hann hafi verið skoðaður þar, þá í ljósi þess á hvaða stað hann er hjá sínu félagsliði," sagði Jörundur að lokum.
Athugasemdir


