Tveir varnarmenn Manchester City meiddust í sigrinum gegn Nottingham Forest í gær; Manuel Akanji og Nathan Ake fóru báðir meiddir af velli.
Ake meiddist aftan í læri og Pep Guardiola segist óttast að meiðslin séu slæm. Hvorugur þeirra verður væntanlega með gegn Crystal Palace um helgina.
Ake meiddist aftan í læri og Pep Guardiola segist óttast að meiðslin séu slæm. Hvorugur þeirra verður væntanlega með gegn Crystal Palace um helgina.
„Þetta lítur ekki vel út með Nathan. Sjáum til á morgun. Hann gat ekki haldið áfram og við sjáum á næstu dögum hvað gerist. Þetta er leiðinlegt fyrir Nathan," sagði Guardiola eftir leik.
„Manu snýr kannski afur í Tórínó, þegar við mætum Juventus í næstu viku. Nathan verður lengur."
Athugasemdir