Þeir Arnór Ingvi Traustason og Elías Már Ómarsson hafa síðustu daga verið orðaðir við heimkomu eftir rúman áratug í atvinnumennsku.
Norrköping er í mikilli fallhættu í sænsku deildinni og þurfa Arnór Ingvi og hans liðfélagar stórsigur í seinni leiknum gegn Örgryte til að halda sæti sínu. Arnór lék ekki í fyrri fallumspilsleiknum vegna höfuðmeiðsla. Hann var í Dr. Football þætti gærdagsins orðaður við endurkomu til Keflavíkur.
Elías Már er leikmaður Meizhou Hakka í Kína, liðið féll úr úrvalsdeildinni um helgina, en hann er samningsbundinn félaginu fram á sumarið. Hann hefur sömuleiðis verið orðaður við Keflavík, en einnig önnur íslensk félög.
Ólafur Garðarsson er umboðsmaður þeirra tveggja og Fótbolti.net ræddi við hann.
Norrköping er í mikilli fallhættu í sænsku deildinni og þurfa Arnór Ingvi og hans liðfélagar stórsigur í seinni leiknum gegn Örgryte til að halda sæti sínu. Arnór lék ekki í fyrri fallumspilsleiknum vegna höfuðmeiðsla. Hann var í Dr. Football þætti gærdagsins orðaður við endurkomu til Keflavíkur.
Elías Már er leikmaður Meizhou Hakka í Kína, liðið féll úr úrvalsdeildinni um helgina, en hann er samningsbundinn félaginu fram á sumarið. Hann hefur sömuleiðis verið orðaður við Keflavík, en einnig önnur íslensk félög.
Ólafur Garðarsson er umboðsmaður þeirra tveggja og Fótbolti.net ræddi við hann.
„Elías er samningsbundinn í Kína fram á næsta sumar, það þarf að koma í ljós hvernig það þróast, en hugurinn leitar heim, fjölskyldan er á Íslandi. Það eru mörg félög búin að hafa samband," segir Ólafur.
Líklegt er að Arnór Ingvi færi sig um set í vetur, en framtíðin skýrist betur eftir næsta laugardag þegar Norrköping spilar seinni leikinn við Örgryte. „Mér finnst ekki líklegt að hann komi heim til Íslands, en það eru nokkrir aðilar búnir að hringja. Hugsunin er að vera áfram úti," segir Ólafur.
Elías Már er þrítugur framherji sem hefur spilað í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og í Kína á sínum atvinnumannaferli. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 14 leikjum með Meizhou Hakka. Elías á að baki níu A-landsleiki.
Arnór Ingvi er 32 ára miðjumaður, uppalinn Njarðvíkingur, sem hefur leikið í Noregi, Svíþjóð, Austurríki, Grikklandi og Bandaríkjunum sem atvinnumaður. Hann á að baki 67 landsleiki og hefur í þeim skorað sex mörk. Á þessu tímabili hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp tvö í sænsku úrvalsdeildinni.
Þeir voru samherjar hjá Keflavík tímabilið 2013 og Elías Már var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar sumarið 2014. Keflavík komst upp úr Lengjudeildinni í haust og verður í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir




