Fjölmiðlamaðurinn Jeff Stelling telur að ferill Jack Grealish hjá Manchester City sé búinn.
Það er rúmt ár síðan Grealish skoraði fyrir Man City en hlutverk hans hjá liðinu hefur snarminnkað.
Það er rúmt ár síðan Grealish skoraði fyrir Man City en hlutverk hans hjá liðinu hefur snarminnkað.
Um helgina sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, að Savinho væri betri en Grealish á öllum sviðum.
„Hann er í betra standi og betri á öllum sviðum en Jack og þess vegna spilar hann. Vil ég fá þann Jack sem vann þrennuna? Já, ég vil hann," sagði Guardiola.
Stelling sem hefur lengi unnið í kringum fótbolta telur að Grealish sé kominn á endastöð með City, hann komi ekki til baka eftir þetta.
„Ég held að hann sé búinn þarna. Því miður. Jack Grealish er framúrskarandi leikmaður og ég elska að horfa á hann spila, en mér fannst hann aldrei henta í planið hjá Pep," sagði Stelling.
Grealish kom upp í gegnum akademíuna hjá Aston Villa og sló þar í gegn áður en hann var keyptur fyrir 100 milljónir punda til Man City sumarið 2021.
Athugasemdir